Sigurður Ingimundarson: „Erum nokkuð brattir“

Úr fyrri leik liðanna hér heima.
Úr fyrri leik liðanna hér heima. Morgunblaðið/ Hag

Íslenska karlalandsliðið mætir frændum vorum Dönum í seinni hluta riðlakeppninnar í B-deild Evrópukeppninnar í Álaborg í kvöld. Ísland vann fyrri leik liðanna hér heima og ætlar landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson, sér sigur í leiknum í kvöld.

„Menn eru klárir klárir í bátana og það er mikil stemmning yfir þessu. Allir eru heilir og spenntir fyrir leiknum. Þetta eru alltaf sérstakir leikir gegn Dönum, mikil spenna og stemmning, og hart barist. Við eigum alveg möguleika í þessu riðli, eini heimleikurinn sem tapaðist var gegn langsterkasta liðinu, Svartfjallalandi, hinir tveir töpuðust naumlega úti. Við unnum Danmörku heima og ætlum okkur aftur sigur í kvöld, við erum nokkuð brattir,“ sagði Sigurður.

Ísland er í 4. sæti A-riðils með 5 stig, líkt og Danir sem eru án sigurs í 5. sæti. Efst er Svartfjallaland með 10 stig, þá Austurríki með átta, líkt og Holland.

Ísland mætir Hollandi hér heima í Smáranum þann 22. ágúst, fer síðan til Svartfjallalands þann 26. ágúst en lokaleikurinn verður gegn Hollandi í Smáranum þann 29. ágúst.

Leikmannahópur Íslands:

Magnús Þór Gunnarsson

UMFN · 28 ára · 69 landsleikir
Fannar Ólafsson
KR · 30 ára · 74 landsleikir
Pavel Ermolinskij
La Palma – Spáni · 22 ára · 10 landsleikir
Þorleifur Ólafsson
UMFG ·25 ára · 14 landsleikir
Sveinbjörn Claessen
ÍR · 23 ára · 3 landsleikir
Jón Arnór Stefánsson
Benetton Treviso – Ítalía · 26 ára · 46 landsleikir
Páll Axel Vilbergsson
UMFG · 31 árs · 84 landsleikir
Ómar Sævarsson,
UMFG · 27 ára · Nýliði
Hörður Axel Vilhjálmsson
Keflavík · 20 ára · 12 landsleikir
Helgi Már Magnússon
Solna Vikings – Svíþjóð · 27 ára · 58 landsleikir
Logi Gunnarsson
UMFN · 27 ára · 72 landsleikir
Sigurður Gunnar Þorsteinsson
Keflavík · 21 árs · 17 landsleikir
Jóhann Árni Ólafsson
UMFN · 23 ára · 12 landsleikir


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert