Stökk yfir fimm leikmenn í „troðslukeppni“

Keion Bell er ekki þekktasti körfuboltamaður heims en hann hefur vakið athygli á Youtube vefnum þar sem að sýnt er frá troðslukeppni sem hann tók þátt í.

Myndband.

Bell leikur með Pepperdine háskólaliðinu og hann kann að troða boltanum í körfuna. Í þessu myndbandi er sýnt frá því þegar hann stekkur yfir fimm liðsfélaga sína úr Pepperdine liðinu áður en hann treður boltanum ofan í körfuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert