KR sigraði Grindavík 84:82 í Frostaskjóli

Páll Axel Vilbergsson sækir að körfu KR-inga í leiknum í …
Páll Axel Vilbergsson sækir að körfu KR-inga í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Leikur KR og Grindavíkur í Iceland Express deild karla í körfuknattleik hófst í DHL-höllinni í Frostaskjóli klukkan 19:15. KR-ingar sigruðu 84:82 eftir hörkuleik en þeir voru yfir í hálfleik 56:48. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Stigahæstir:

KR: Semaj Inge 21, Fannar Ólafsson 17

Grindavík: Brenton Birmingham 21, Þorleifur Ólafsson 20.

40. mín: LEIK LOKIÐ. KR-ingar sigruðu 84:82 eftir hörkuleik.

40. mín: Staðan er 83:79 fyrir KR. Tommy Johnson var að skora úr vítaskoti fyrir KR eftir að Páll Axel skoraði þriggja stiga körfu fyrir Grindavík. 6 sekúndur eftir af leiknum og Grindavík með boltann. Þeir þurfa á kraftaverki að halda til þess að sigra.

39. mín: Staðan er 78:73 fyrir KR. Grindvíkingar eru með boltann og rúmlega ein og hálf mínúta eftir.

37. mín: Staðan er 76:71 fyrir KR. Heimamenn eru líklegri til þess að hirða stigin sem í boði eru. Grindvíkingar hafa ekki verið yfir síðan í 1. leikhluta þó þeir séu ekki langt á eftir.

33. mín: Staðan er 72:67 fyrir KR. Mikil spenna í loftinu fyrir lokamínúturnar.

30. mín: Staðan er 68:62 fyrir KR fyrir síðasta leikhlutann. Stemningin er frekar Grindavíkurmegin þar sem þeir áttu góðan sprett undir lok 3. leikhluta.

29. mín: Staðan er 66:62 fyrir KR. Páll Axel Vilbergsson og Brenton Birmingham hafa minnkað muninn niður í aðeins 4 stig með sitt hvorri þriggja stiga körfunni. 

27. mín: Staðan er 65:54 fyrir KR. Ómar Örn Sævarsson var að troða með nokkrum tilþrifum fyrir Grindavík og spurning hvort það kveiki í gestunum.

24. mín: Staðan er 63:50 fyrir KR.  Grindvíkingar eru að missa KR-ingana frá sér og þurfa að saxa á forskotið fyrir síðasta leikhlutann.

20. mín: Staðan er 56:48 fyrir KR að loknum fyrri hálfleik. Semaj Inge er kominn með 15 stig fyrir KR og Fannar Ólafsson 13. Hjá Grindvíkingum eru þeir Brenton Birmingham og Þorleifur Ólafsson stigahæstir með 11 stig.

17. mín: Staðan er  47:41 fyrir KR. Bandaríkjamaðurinn Semaj Inge hefur yljað stuðningsmönnum KR með tveimur glæsilegum tilþrifum í 2. leikhluta. Í fyrra skiptið tróð hann með gríðarlegum tilþrifum í hraðaupphlaupi.

14. mín: Staðan er 38:33 fyrir KR. Vesturbæingar eru skrefinu á undan en þó er allt útlit fyrir mjög jafnan leik.  Bæði lið hafa skipt mörgum mönnum inn af varamannabekknum og því margir komnir í takt við leikinn.

10. mín: Staðan er 28:23 fyrir KR að loknum 1. leikhluta. Hraðinn er mikill í leiknum og áhorfendum fá mikið fyrir aurinn. Stigaskorun hefur dreifst vel á milli manna hjá báðum liðum. 

6. mín: Staðan er 16:18 fyrir Grindavík. Leikurinn hefur verið mjög skemmtilegur á upphafsmínútunum og hafa liðin sett niður þriggja stiga skot á víxl. Reikna má með að háu stigaskori að loknum 1. leikhluta. 

2. mín:  Staðan er 5:6. Ómar Örn Sævarsson lætur strax að sér kveða í sókninni hjá Grindavík og er kominn með 4 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka