Lakers og Boston lágu bæði

Channing Frye treður boltanum í körfu Lakers í leiknum í …
Channing Frye treður boltanum í körfu Lakers í leiknum í Phoenix í nótt. Reuters

Stórveldin í NBA-deildinni í körfuknattleik, Los Angeles Lakers og Boston Celtics, töpuðu bæði í nótt en þau eru í tveimur efstu sætum deildarinar. Phoenix Suns tók Lakers í karphúsið, 118:103, og Golden State Warriors knúði fram sigur á Boston. 103:99.

Amare Stoudamire skoraði 26 stig fyrir Lakers og Steve Nash var með 16 stig og 13 stoðsendingar. Hávaxinn varamaður, Robin Lopez, vakti athygli með mikilvægu framlagi en hann skoraði 8 stig, tók 5 fráköst og varði skot frá Kobe Bryant með miklum tilþrifum undir lok þriðja leikhluta.

Lakers var annan leikinn í röð án Ron Artest, sem meiddist heima hjá sér um jólin en Phil Jackson þjálfari kvaðst reikna með honum í næsta leik. Sem fyrr brugðust varamenn Lakers og skoruðu 31 stig gegn 52 frá varamönnum Phoenix. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Lamar Odom tók 13 fráköst.

Boston náði 18 stiga forystu í fyrsta leikhluta gegn Golden State í Oakland en heimaliðið svaraði vel fyrir sig og leikurinn var spennandi til leiksloka. Monta Ellis skoraði 37 stig fyrir Golden State og Rajon Rondo 30 fyrir Boston.

Úrslitin í nótt:

Charlotte - Milwaukee 94:84
New Jersey - Oklahoma City 89:105
Memphis - Washington 116:111
Phoenix - LA Lakers 118:103
Portland - Philadelphia 93:104
Sacramento - Denver 106:101
Golden State - Boston 103:99

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert