Orlando lagði Cleveland

Dwight Howard skorar fyrir Orlando, LeBron James, Delonte West og …
Dwight Howard skorar fyrir Orlando, LeBron James, Delonte West og Anderson Varejao hjá Cleveland reyna að stöðva hann. Reuters

Orlando Magic lagði Cleveland Cavaliers að velli í fyrsta skipti í vetur í NBA-deildinni í körfuknattleik þegar liðin mættust í Flórída í nótt, 101:95. Vince Carter átti stóran þátt í sigrinum.

Carter skoraði grimmt í fjórða leikhluta, þegar Orlando sneri blaðinu við, og undir lokin átti hann síðan glæsilega sendingu á Rasheed Lewis sem innsiglaði sigurinn með 3ja stiga körfu. Dwight Howard var stigahæstur hjá Orlando með 22 stig og tók 16 fráköst. LeBron James skoraði 33 stig fyrir Cleveland, sem tapaði þriðja leiknum í röð eftir þrettán leikja sigurgöngu þar á undan.

Shaquille O'Neal skoraði 20 stig fyrir Cleveland og átti sína 3.000 stoðsendingu á ferlinum.

Denver Nuggets lagði Boston Celtics að velli, 114:105, og hélt því uppteknum hætti með því að vinna bestu liðin í deildinni á meðan liðið hefur verið mistækt gegn þeim lakari. Chauncey Billups skoraði 26 stig fyrir Denver en Ray Allen 25 fyrir Boston.

Utah var undir, 39:64, gegn Portland í þriðja leikhluta en vann leikinn samt eftir framlengingu, 93:89. Carlos Boozer skoraði 22 stig fryir Utah og tók 23 fráköst.

Úrslitin í nótt:

Orlando - Cleveland 101:95
Denver - Boston 114:105
Detroit - San Antonio 109:101 (framlenging)
Newe Jersey - Memphis 94:104
Minnesota - Oklahoma 107:109
New Orleans - Houston 102:94
Golden State - Atlanta 108:104
Phoenix - Sacramento 104:88
Portland - Utah 89:93 (framlenging)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert