Burton skoraði 29 stig í sigurleik gegn Keflavík

Sean Burton.
Sean Burton. mbl.is/Ómar

Sean Burton skoraði 29 stig fyrir Íslands - og bikarmeistaralið Snæfells í kvöld í 90:81 sigri liðsins gegn Keflavík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Þessi lið léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn s.l. vor. Keflavík lék án bandaríska leikmannsins Valentino Maxwells sem er meiddur. Sigurður Þorsteinsson skoraði 29 stig fyrir Keflavík. 

Snæfell - Keflavík 90:81

(8-5, 14-15, 19-19, 25-21, 33-24, 37-31, 46-37, 48-41, 50-47, 57-49, 60-56, 67-63, 70-67, 78-70, 86-72, 90-81 )
Snæfell: Sean Burton 29/6 stoðsendingar, Ryan Amaroso 20/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 9/14 fráköst/7 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 7/6 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 6, Egill Egilsson 3, Kristján Andrésson 2, Lauris Mizis 2/4 fráköst.

Keflavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 29/9 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 23/7 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnar Einarsson 14, Þröstur Leó Jóhannsson 7/7 fráköst, Elentínus Margeirsson 6, Jón Nordal Hafsteinsson 2/6 fráköst/3 varin skot.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin Rúnarsson


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert