Snæfellingar skelltu deildarmeisturunum

Þorleifur Ólafsson og félagar í Grindavík töpuði í kvöld fyrir …
Þorleifur Ólafsson og félagar í Grindavík töpuði í kvöld fyrir Snæfelli á heimavelli. Ernir Eyjólfsson

Snæfellingar gerðu sér lítið fyrir og unnu deildarmeistara Grindavíkur, 101:89, í Grindavík í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Iceland Expressdeildinni. Úrslitin breyttu því hinsvegar ekki að í leikslok fengu leikmenn Grindavíkur afhentan deildarmeistarabikarinn sem þeir tryggðu sér fyrir skömmu.

Leikmenn Snæfells voru yfir í leiknum frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Þeir sitja áfram sem fastast í sjötta sæti deildarinnar með 22 stig að loknum 20 leikjum.

Nathan Bullock skoraði 25 stig fyrir Grindavík í kvöld og tók 13 fráköst. Páll Axel Vilbergsson skoraði 18 stig. Hjá Snæfelli var Marquis Sheldon Hall með 22 stig. Quincy Hankins-Cole skoraði 21 stig og tók 17 fráköst auk þess að eiga þrjár stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson skoraði 18 stig, tók 11 fráköst og átti fimm stoðsendingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert