Erfitt að veðja gegn ríkjandi meisturum hafi þeir styrkst

LeBron James hjá Miami Heat á siglingu framhjá Kevin Durant …
LeBron James hjá Miami Heat á siglingu framhjá Kevin Durant hjá Oklahoma City Thunder. mbl.is/afp

Þegar litið er á stöðu mála í NBA-deildinni í upphafi þessa keppnistímabils er ljóst að þrjú lið munu bera höfuð og herðar yfir önnur lið. Í Austurdeildinni eru meistarar Miami Heat með yfirburðarlið og ættu að rúlla í gegnum deildarkeppnina án mikillar fyrirstöðu.

Vestanmegin er nokkuð ljóst að Oklahoma City Thunder mun koma sterkt til leiks – reynslunni ríkara. Loks verður ekki hægt að útiloka Los Angeles Lakers eftir að forráðamenn liðsins náðu í þá Steve Nash og Dwight Howard í sumar.

Þeir sem vel þekkja til mála í NBA-deildinni skilja vel hversu erfitt er að vinna meistaratitilinn. Lykilleikmenn mega ekki verið meiddir, leikmannahópurinn verður að vera rétt samsettur, varamenn verða að geta haldið frumkvæði og aðalþjálfarinn verður að vera með rétt leikskipulag.

Annaðhvort það eða að liðið hafi LeBron James á sínum snærum!

Stöðugar framfarir

James sýndi á síðasta keppnistímabili að hann hefur nú næga reynslu að stýra liði sínu til sigurs í úrslitakeppninni. Kappinn hefur bætt leik sinn á hverju keppnistímabili og þá sérstaklega ákvarðanir sínar í leikjum en líkamlegir hæfileikar hans hafa aldrei verið dregnir í efa. Hæfileikar James eru slíkir að hann er nú almennt talinn besti leikmaður deildarinnar og hefur tækifæri til á að hafa jafn mikil áhrif á NBA-boltann og sögufrægir leikmenn á borð við George Mikan, Bill Russell, Larry Bird, Magic Johnson og Michael Jordan. Allir þessir leikmenn breyttu leiknum í deildinni þegar þeir voru óstöðvandi á hátindi ferils síns.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er að finna ítarlega úttekt Gunnars Valgeirssonar í Los Angeles, á NBA-deilinni í körfuknattleik sem er að hefjast. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert