Ingi Þór: Fúlt að standa sig ekki betur

Ingi Þór Steinþórsson
Ingi Þór Steinþórsson Eggert Jóhannesson

“Það er fúlt að standa sig ekki betur á svona stundum og í undirmeðvitundinni þá vorum við nýbúnir að vinna þá hérna heima í deildinni en okkur leið vel í fyrri hálfleik og svo datt botninn algjörlega úr þessu hjá okkur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells eftir að lið hans hafði tapað í gær fyrir Tindastóli á heimavelli sínum í úrslitaleik Lengjubikarsins í körfuknattleik karla. 

„Við vorum að þvinga öllu meira í leiknum og allt flæði vantaði hjá okkur sem auðveldaði þeim varnarleikinn. Við náðum ekki að klára okkar skot og gerðum okkur oft erfitt fyrir sem gerði það að verkum að við þurftum að opna okkur varnarlega, pressa og reyna að koma okkur inn í leikinn. Tindastóll er gott lið og þeir nýttu sér það vel í dag,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert