Vont fyrir Lakers þegar Bryant skorar mikið

Mo Williams hjá Utah sækir að körfu Lakers í nótt …
Mo Williams hjá Utah sækir að körfu Lakers í nótt en Darius Morris er til varnar. AFP

Það virðist ekki vera Los Angeles Lakers til góðs að Kobe Bryant sé aðalmaður í stigaskori liðsins í NBA-deildinni í körfuknattleik. Í nótt tapaði liðið á heimavelli sínum, Staples Center, fyrir Utan Jazz, 110:117, og engu breytti þó Bryant léki vel og skoraði 34 stig.

Hann er stigahæstur í deildinni á tímabilinu og skoraði í níunda sinn í vetur 30 stig eða meira í leik með Lakers. En það merkilega er að Lakers hefur aðeins unnið einn af þessum níu leikjum og það kemur liðinu greinilega betur þegar stigaskorið er jafnara. Af þeim ellefu leikjum þar sem Bryant hefur ekki náð 30 stigum hefur Lakers nefnilega unnið átta.

Utah hélt hinsvegar áfram sínu striki en liðið hefur skorað mikið að undanförnu og gerði 131 stig í næsta leik á undan. Paul Millsap var stigahæstur hjá liðinu með 24 stig.

Carmelo Anthony skoraði 34 stig fyrir New York Knicks sem vann Denver Nuggets, 112:106.

Úrslitin í nótt:

LA Clippers - Toronto 102:83
Brooklyn - Milwaukee 88:97
Oklahoma City - Indiana 104:93
New York - Denver 112:106
Phoenix - Orlando 90:98
LA Lakers - Utah 110:117

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert