Danilovic í lífshættu eftir árás

Predrag Danilovic fagnar sigri með landsliði Júgóslavíu.
Predrag Danilovic fagnar sigri með landsliði Júgóslavíu. AFP

Körfuknattleiksmaðurinn Predrag Danilovic, fyrrum leikmaður Miami Heat og Dallas Maverics, liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í Belgrad eftir að hafa verið stunginn margsinnis með hnífi á veitingastað í borginni.

Danilovic, sem nú er forseti Partizan Belgrad, hefur samkvæmt upplýsingum lækna gengist undir uppskurði vegna áverka á kvið, höfði og handleggjum. Hann er sagður í lífshættu.

Predrag Danilovic er 43 ára gamall og varð Evrópumeistari með Júgóslavíu 1989, 1991, 1995 og 1997 og fékk silfur á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996. Hann varð fjórum sinnum ítalskur meistari með Virtus Bologna, sem hann lék með áður og eftir að hann spilaði í NBA með Miami og Dallas á árunum 1995 til 1997. Hann varð Evrópumeistari með Partizan Belgrad 1992 og var kjörinn besti körfuknattleiksmaður Evrópu árið 1998.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert