Haukar annað liðið til að vinna Keflavík í vetur

Haukur Óskarsson setti niður sjö þrista í kvöld.
Haukur Óskarsson setti niður sjö þrista í kvöld. mbl.is/Ómar

Haukar urðu í kvöld fyrsta liðið fyrir utan KR til að leggja Keflavík að velli í Dominos-deild karla í körfuknattleik og það á heimavelli Keflvíkinga suður með sjó, 90:81. 

Það var jafnt á öllum tölum í leiknum fram í 3. leikhluta. Staðan í hálfleik var 46:46 en heimamenn náðu 6 stiga forskoti fyrir lokafjórðunginn, 65:59. Staðan var jöfn, 78:78, þegar þrjár mínútur voru til leiksloka en þá skoruðu Kári Jónsson og Haukur Óskarsson sinn þristinn hvor og Haukar lönduðu að lokum góðum sigri, eftir að hafa skorað 31 stig í lokafjórðungnum, 90:81.

Haukur Óskarsson setti niður 7 þriggja stiga körfur úr 14 skotum í kvöld og gerði samtals 26 stig. Terrence Watson var hins vegar atkvæðamestur Hauka með 28 stig og 18 fráköst. Guðmundur Jónsson var stigahæstur Keflavíkur með 19 stig og Magnús Þór Gunnarsson gerði 18.

Með sigrinum komust Haukar upp að hlið Njarðvíkur í 4.-5. sæti með 22 stig en Njarðvík á leik til góða við Grindavík annað kvöld. Vonir Keflvíkinga um að ná toppsætinu af KR eru nánast alveg úr sögunni en liðið er að sama skapi nokkuð öruggt með 2. sætið. KR er með 34 stig, leik til góða á Keflavík og betri innbyrðis stöðu úr leikjum liðanna. Keflavík er með 32 stig og Grindavík 26.

Leikur Skallagríms og Vals stendur enn yfir í Borgarnesi þar sem komið er fram í aðra framlengingu. 

Keflavík - Haukar 81:90

TM höllin, Úrvalsdeild karla, 27. febrúar 2014.

Gangur leiksins: 2:5, 10:13, 20:19, 22:22, 26:29, 31:36, 37:42, 46:46, 54:48, 56:48, 62:56, 65:59, 69:67, 76:72, 78:78, 81:90.

Keflavík: Guðmundur Jónsson 19/7 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 18, Michael Craion 17/10 fráköst/5 stolnir, Darrel Keith Lewis 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 3, Arnar Freyr Jónsson 3/4 fráköst/8 stoðsendingar.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Haukar: Terrence Watson 28/18 fráköst/5 varin skot, Haukur Óskarsson 26, Emil Barja 12/10 fráköst/13 stoðsendingar, Kári Jónsson 11, Svavar Páll Pálsson 4, Davíð Páll Hermannsson 4, Kristinn Marinósson 3/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Jón Bender, Einar Þór Skarphéðinsson, Georg Andersen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert