Oddur í Hólminum

„Þetta er allt of þétt leikið, að leika annan hvern dag er of mikið. Við erum ekki atvinnumenn,“ sagði Hildur Sigurðardóttir, leikstjórnandi Snæfells, eftir að liðið tapaði 82:56 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Þar með jafnaði Valur metin, 2:2, og því þarf oddaleik til að ákveða hvort félagið kemst í úrslitarimmuna við Hauka. Oddaleikurinn verður í Hólminum á þriðjudaginn.

Það var eiginlega ljóst alveg frá fyrstu mínútum leiksins að Valur ætlaði sér í oddaleik. Baráttan í vörninni var frábær og í sókninni gekk líka ágætlega og það virtist allt falla þeirra megin að þessu sinni, þær skoruðu auðveldari körfur og virtust þurfa að hafa minna fyrir hlutunum en gestirnir úr Stykkishólmi.

Sjá grein um leikinn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert