Ingi: KR-ingar stórir fyrir öll lið

Ingi Þór Steinþórsson fylgist með álengdar þegar Pálmi Freyr Sigurgeirsson …
Ingi Þór Steinþórsson fylgist með álengdar þegar Pálmi Freyr Sigurgeirsson reynir að komast að körfu KR í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Eyþór Benediktsson

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að sínir menn þyrftu að sýna meira hjarta í þriðja leiknum, eftir að þeir töpuðu, 85:99, fyrir KR í Stykkishólmi í kvöld. KR er komið í 2:0 í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta og getur gert út um það á heimavelli sínum í Vesturbænum á fimmtudagskvöldið.

„KR-ingar eru stórir held ég fyrir öll lið í deildinni og við þurfum að sýna hvort þetta verði síðasti heimaleikur okkar í deildinni í vetur eða ekki á fimmtudaginn. Ég hef þá trú á mínum mönnum að þeir sýni svolítið hjarta. Mér fannst Sigurður Þorvalds vera sá eini sem var að sýna sitt rétta andlit hérna í dag en aðrir náðu því ekki.

Við lögðuðum sérstaklega nokkra hluti hérna í byrjun leiks frá fyrsta leiknum sem ég var ánægður með en við vorum alltof ragir í okkar sóknarleik. Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim og leyfðum þeim að ýta okkur út úr því sem við vorum að gera. Það var ekki fyrr en eftir átta til níu mínútna leik sem við fórum að sýna smákraft og reyna að spila vel á þá, en þeir voru þá búnir að ná þessu forskoti sem þeir héldu út leikinn,“ sagði Ingi Þór við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert