Höttur í úrslit um sæti í efstu deild

Félagsmerki Hattar.
Félagsmerki Hattar. Ljósmynd/hottur.is

Höttur frá Egilsstöðum vann í kvöld nauman sigur á Þór Akureyri, 79:78 í háspennuleik í öðrum undanúrslitaleik liðanna í umspili fyrir laust sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta. Höttur vann fyrsta leikinn líka og þar með einvígið 2:0, en vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslit.

Höttur mætir annaðhvort Fjölni eða Breiðabliki í úrslitum um laust sæti í efstu deild, en Fjölnir og Breiðablik mætast í oddaleik undanúrslita annað kvöld.

Austin Magnús Bracey var stigahæstur Hattarmanna í kvöld með 24 stig og Gerald Robinson skoraði 18 stig og tók að auki 17 fráköst. Stigahæstur Þórsara var Jarrell Crayton með 27 stig.

Höttur - Þór Ak. 79:78

Egilsstaðir, 1. deild karla, 25. mars 2014.

Gangur leiksins:: 2:4, 12:8, 17:13, 17:20, 22:23, 27:30, 33:35, 38:43, 44:51, 48:59, 53:62, 59:63, 63:66, 70:73, 75:75, 79:78.

Höttur: Austin Magnus Bracey 24, Gerald Robinson 18/17 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 10, Hreinn Gunnar Birgisson 10/6 fráköst, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 8, Viðar Örn Hafsteinsson 5, Andrés Kristleifsson 4/4 fráköst/6 stoðsendingar.

Fráköst: 21 í vörn, 14 í sókn.

Þór Ak.: Jarrell Crayton 27/15 fráköst, Sveinn Blöndal 18/10 fráköst/5 stoðsendingar, Elías Kristjánsson 15, Ólafur Aron Ingvason 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sindri Davíðsson 6.

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Halldor Geir Jensson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert