Náði að losa um nokkra sentímetra

Tracy Smith Jr sækir að Emil Barja, leikmanni Hauka í …
Tracy Smith Jr sækir að Emil Barja, leikmanni Hauka í leiknum í gær. mbl.is/Kristinn

Munurinn virðist sáralítill á Njarðvík og Haukum en rimma liðanna gæti engu að síður klárast á föstudagskvöldið eftir að Haukar náðu 2:0-forystu í Schenker-höllinni í Hafnarfirði í gærkvöld. Njarðvík hefur unnið báða leikina 88:84 og með einum slíkum sigri til viðbótar á föstudaginn er liðið komið í undanúrslit úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í fyrsta sinn í fjögur ár.

Haukar voru búnir að missa Njarðvík 10 stigum fram úr sér í gær, þegar tvær mínútur voru eftir, en sýndu þá að þeir hafa engan áhuga á að fara í sumarfríið sem þó virðist blasa við núna. Allt ætlaði um koll að keyra þegar Kári Jónsson minnkaði muninn í þrjú stig og enn 40 sekúndur eftir, en þá tók reynsluboltinn Logi Gunnarsson það að sér að slökkva í vonum heimamanna með gullfallegum þristi úr horninu.

Nánar er fjallað um viðureign Hauka og Njarðvíkur í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert