Er KR-liðið óstöðvandi?

Travis Cohn hjá Snæfelli fer framhjá KR-ingnum Pavel Ermolinskij.
Travis Cohn hjá Snæfelli fer framhjá KR-ingnum Pavel Ermolinskij. mbl.is/Kristinn

Þriðji leikur KR og Snæfells í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta fór fram í gærkveldi og er skemmst frá því að segja að KR-ingar unnu fullnaðarsigur í leiknum, 101:84, og þar með 3:0 í seríunni, sem varð því miður aldrei spennandi.

Leikurinn í gær var eins og serían, aldrei spennandi og áberandi getumunur á liðunum. KR-ingar tóku völdin á fyrstu mínútu og gáfu ekkert eftir og lönduðu auðveldum sigri. Allir sem komu að verkinu fyrir KR stóðu sig vel en Demond Watt, Pavel og Martin voru yndislegir á að horfa og klárt mál að varnarleikur næstu mótherja þeirra verður þaninn til ystu marka því KR er skipað frábærum einstaklingum sem geta allir skorað yfir 20 stig og lagt 30 framlagspunkta til í púkkið.

Snæfellsliðið olli vonbrigðum í vetur og eru leikmenn líklega hvað svekktastir með niðurstöðuna; innan liðsins eru reynslumiklir og góðir leikmenn sem, líkt og ég sagði við lok síðasta tímabils, munu án efa koma sterkari til leiks næsta sumar. Þessi vetur getur varla verið ásættanlegur fyrir þessa miklu íþróttahunda sem prýða liðið. Snæfell átti einfaldlega að gera betur í ár en eitthvað stóð í veginum og verkefnið ærið fyrir næsta tímabil.

Sjá nánar umfjöllun um leiki gærkvöldsins í úrslitakeppninni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert