Sigurður með 11 stig í tapleik

Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson. mbl.is/Eggert

Sigurður Gunnar Þorsteinsson var í liði Solna þegar það tapaði fyrir Borås Basket, 86:79, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag.

Sigurður Gunnar, sem lék í rúmar 33 mínútur, skoraði 11 stig fyrir Solna, tók 5 fráköst og átti 2 stoðsendingar en Solna situr í sjöunda sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert