LeBron James fór á kostum

Kyrie Irving LeBron James fagna í sigurleiknum við Golden State …
Kyrie Irving LeBron James fagna í sigurleiknum við Golden State Warriors í nótt. AFP

LeBron James fór á kostum og leiddi Cleveland Cavaliers til sigurs á Golden State Warriors á heimvelli, 110:99, í NBA-deildinni í körfuknattleik. James skoraði 42 stig, tók 11 fráköst og átti fimm stoðsendingar og var öðrum mönnum fremri í 37. sigurleik Cavaliers á keppnistímabilinu í 59 leikjum.

James hefur ekki skoraði fleiri stig í kappleik á þessari leiktíð. Stephen Curry skoraði 18 stig fyrir Warriors en þetta var aðeins 11. tap liðsins í 55 leikjum í vetur. 

Stórleikur Russell  Westbrook dugði Oklahioma City Thunder ekki til sigurs á útivelli á móti Phoenix, lokatölur, 117:113. Westbrook skoraði 39 stig, tók 14 fráköst og átti 11 stoðsendingar í leiknum. Enes Kanter skoraði 18 stig.  Markieff Morris skoraði 29 stig og tók 11 fráköst í liði Phoenix og Eric Bledsoe skoraði 28 stig, tók 11 fráköst átti níu stoðsendingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka