Fjölnismenn fá líflínu

Róbert Sigurðsson (til hægri) átti góðan leik fyrir Fjölni í …
Róbert Sigurðsson (til hægri) átti góðan leik fyrir Fjölni í kvöld. Ómar Óskarsson

Fjölnismenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur í kvöld í Dominos-deild karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Þór Þorlákshöfn að velli 92:84 í Grafarvogi. Með sigrinum fengu Fjölnismenn líflínu til að halda sér í deildinni en liðið jafnaði ÍR að stigum og hafa bæði lið nú 10 stig.

Möguleikar Þórs um að ná þriðja eða fjórða sæti deildarinnar eru hinsvegar úr sögunni með þessu tapi.

Leikurinn var jafn og spennandi lengst af en gestirnir úr Þorlákshöfn voru hins vegar ívið sterkari og voru yfir fyrstu 30 mínútur leiksins en aðeins einu stigi munaði á liðunum eftir fyrsta leikhluta, staðan 67:68.

Fjölnismenn tóku hins vegar við sér í 4. leikhlutanum og sigldu fram úr Þórsurum hægt og bítandi þegar líða tók á leikhlutann og breyttu stöðunni 74:74 í 84:76 á fjögura mínútna kafla og unnu að lokum dýrmætan sigur.

Róbert Sigurðsson skoraði flest stig heimamanna í kvöld, 25 talsins og tók sex fráköst, og gaf níu stoðsendingar. 

Hjá Þórsurum var Grétar Ingi Erlendsson stigahæstur með 27 stig, tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. 

ÍR-ingar hafa betur gegn Fjölni í innbyrðis viðureignum en þeir spila við Skallagrím í næstu umferð. Fari svo að Skallar vinni fá þeir 10 stig en þeir hafa jafnframt betur í innbyrðis viðureignum gegn ÍR. Fjölnismenn hafa aftur á móti betur gegn Skallagrími og verði liðin jöfn að stigum mun innbyrðis stigaskor ráða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert