Curry fór á kostum

Stephen Curry sækir að körfu Houston.
Stephen Curry sækir að körfu Houston. AFP

Stephen Curry átti enn einn stórleikinn fyrir Golden State þegar liðið bar sigurorð af Houston, 115:80, í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Curry skoraði 40 stig í leiknum en hann setti niður sjö þriggja stiga körfur og áttu liðsmenn Houston engin svör til að stöðva leikmanninn. Golden State er þar með komið í 3:0 í einvígi liðanna og nokkuð ljóst er að liðið leikur til úrslita um NBA-titilinn í ár, í fyrsta sinn frá árinu 1975.

Klay Thompson og Reymond Green skoruðu 17 stig hvor fyrir Golden State en hjá Houston var James Harden atkvæðamestur með 17 stig og Josh Smith skoraði 16.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert