Miðherjinn Hector Harald í Grindavík

Hector Harald í leik með Vermont háskólanm.
Hector Harald í leik með Vermont háskólanm.

Á heimasíðu Grindavíkur er greint frá því að karlalið Grindavíkur í körfuknattleik hafi gengið frá samningum við bandaríska leikmanninn Hector Harald. Þá hefur Páll Axel Vilbergsson snúið aftur á heimahagana eftir tveggja á veru í Borgarnesi.

Hector Harald er fjölhæfur leikmaður og hefur bæði góða boltatækni auk þess að vera sterkur varnamaður. Hector er ætlað að spila sem miðherji hjá Grindavík. Hector útskrifaðist nýverið úr Vermont háskólanum í Bandaríkjunum og mun koma til liðs við Grindavík í ágúst.

Páll Axel Vilbergsson þekkja allir körfuboltaáhugamenn og óþarfi að kynna kosti hans sem körfuknattleiksmaður. Páll Axel þekkir hverja fjöl í Grindavík og mun að öllum líkindum raða niður þriggja stiga körfum í Grindavíkurbúningnum næsta vetur.

Grindvíkingar skiptu um þjálfara síðastliðið vor, en Jóhann Ólafsson tók við liðinu af Sverri Þór Sverrissyni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert