Serbar Evrópumeistarar í fyrsta sinn

Ana Dabovic í báráttu við Gaelle Skrela í leiknum í …
Ana Dabovic í báráttu við Gaelle Skrela í leiknum í gær. AFP

Serbar urðu Evrópumeistarar í körfuknattleik kvenna í fyrsta skipti í sögunni þegar liðið lagði Frakka í úrslitaleik í Búdapest í gær. Lokatölur í leiknum urðu 76:68 og Ana Dabovic átti enn einn stórleikinn fyrir Serba og var stigahæst í leiknum með 25 stig. 

Frakkar byrjuðu leikinn betur og leiddu 22:15 eftir fyrsta leikhluta. Serbar hertu hins vegar vörnina svo um munaði í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 33:32 Serbum í vil. Serbar bættu við forystuna í þriðja leikhluta og höfðu fjögurra stiga forskot fyrir lokaleikhlutann. Serbar juku enn við forystuna í fjórða leikhluta og lönduðu að lokum átta stiga sigri. 

Eins og áður segir spilaði Ana Dabovic frábærlega í leiknum og Sonja Petrovic var einnig feykilega góð í liði Serba. Þá lék Danielle Page mjög vel varnarlega í leiknum og sýndi gríðarlega baráttu og grimmd í varnarleiknum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka