Jakob skoraði 12 stig gegn Le Havre

Jakob Örn Sigurðarson
Jakob Örn Sigurðarson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jakob Örn Sigurðarson, landsliðsmaður í körfuknattleik, skoraði 12 stig fyrir sænska liðið Borås basket þegar liðið tapaði fyrir franska liðinu Le Havre í Evrópuleik í Svíþjóð í kvöld. 

Borås hefur þá leikið alla leiki sína í riðlakeppni FIBA Europe bikarsins en ekki liggur fyrir hvort liðið komist áfram. Le Havre er með 8 stig sem en Borås 6 stig sem og Cantu sem á leik til góða. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram en fjögur af þeim fjórtán liðum sem höfnuðu í 3. sæti fara einnig áfram. 

Jakob spilaði 33 mínútur í leiknum og undirstrikar það mikilvægi hans fyrir sænska liðið. Hann tók einnig 2 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Jakob hitti þó ekki sérlega vel fyrir utan þriggja stiga línuna í þetta skiptið en þaðan rötuðu tvö skot rétta leið af átta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert