Snæfell eltir Hauka eins og skugginn

Valsarinn Dagbjört Samúelsdóttir reynir að verjast Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmanni Snæfells, ...
Valsarinn Dagbjört Samúelsdóttir reynir að verjast Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmanni Snæfells, á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Eggert

Valur tók á móti Snæfelli í 14. umferð Domino's-deildar kvenna í körfuknattleik í Valshöllinni í kvöld. Þá fékk Hamar topplið Hauka í heimsókn í Hveragerði. 

Lokatölur í Valshöllinni urðu 72:69 fyrir Snæfell á meðan Haukar unnu öruggan 90:48 sigur í Hveragerði. 

Snæfell heldur áfram að elta Hauka eins og skugginn á toppi deildarinnar, en Snæfell er tveimur stigum á eftir toppliði Hauka. Haukar eru með 22 stig, Snæfell 20, Keflavík 12, Grindavík 12, Valur 10, Stjarnan 6 og Hamar 2 stig.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

40. Leik lokið. Lokatölur 72:69 fyrir Snæfell sem var sterkari aðilinn allan leikinn og innbyrtu að lokum nokkuð öruggan sigur. 

37. Staðan er 64:59 fyrir Snæfell. Enn mikil spenna í leiknum og allt í járnum. 

35. Staðan er 63:57 fyrir Snæfell. Snæfell tekur leikhlé. Það er enn von fyrir Val, en það þarf að koma sterkt áhlaup fljótlega ef þær ætla að bera sigur úr býtum. Snæfell virðist ætla að sigla sigrinum hægt og rólega í land.  

30. Þriðja leikhluta er lokið. Staðan er 55:51 fyrir Snæfell. Snæfell nær góðri forystu með góðum kafla í seinni hluta leikhlutana. Valur kom hins vegar til baka undir lok leikhlutans og við fáum spennandi lokaleikhluta. Staðan 69:43 fyrir Hauka í Hveragerði. 

26. Staðan er 50:46 fyrir Snæfell. Leikhlé Vals hefur skilað tilætluðum árangri og þær eru komnar inn í leikinn að nýju. Karisma Chapman er stigahæst í liði Vals með 23 stig, en Berglind Gunnarsdóttir er atkvæðamest í liði Snæfells með 12 stig. 

22. Staðan er 46:38 fyrir Snæfell. Valur tekur leikhlé. Snæfell kemur af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn á meðan leikmenn Vals eru nokkuð vankaðir. Haiden Palmer er búin að finna fjölina sína. Staðan er 49:26 fyrir Hauka í Hveragerði. 

21. Seinni hálfleikur er hafinn. Snæfell byrjar með boltann. 

20. Öðrum leikhluta er lokið. Staðan er 39:38 fyrir Snæfell. Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, hefur greinilega farið vel yfir sóknarleik liðsins í jólafrínu. Boltinn gengur hratt á milli leikmanna Vals í sókninni og margir leikmenn að leggja lóð á vogarskálarnar sóknarlega. Haiden Palmer er að reyna að koma sér inn í leikinn, en skot hennar rata ekki rétta leið. Efast um að Palmer hafi nokkurn tímann skoraði einungis fjögur stig í fyrri hálfleik í leik Snæfells í vetur. Karisma Chapman, leikmaður Vals minnkar muninn í eitt stig á sama tíma og hálfleikurinn rennur sitt skeið. 

15. Staðan er 32:26 fyrir Snæfell. Sóknarleikur Vals gengur áfram smurt og sama orka er í varnarleiknum. Leikmenn Vals eru þó svolítið seinar til baka eftir misheppnaðar sóknir og Snæfell hefur nokkrar auðveldar körfur undanfarið. 

14. Staðan er 27:21 fyrir Snæfell. Vörn Vals er gríðarlega sterk og allt útlit fyrir spennandi leik. Haiden Palmer hefur enn hægt um sig, en hún hefur skorað fjögur stig í leiknum. Guðbjörg Sverrisdóttir hefur leikið Val fyrir Val, stjórnað sóknarleiknum af miklum myndarskap og skorað níu stig þar að auki. Staðan er 33:13 fyrir Hauka í Hveragerði.  

10. Fyrsta leikhluta er lokið. Staðan er 22:21 fyrir Snæfell. Valur er að spila öfluga 3:2 svæðisvörn sem gengur bara býsna vel. Þá gengur Val betur en liðum hefur gengið í vetur að hafa hemil á Haiden Palmer, stigahæsta leikmann Snæfells að meðaltali í leikjum liðsins í vetur. Guðbjörg Sverrisdóttir er stigahæst í liði Vals með níu stig á meðan Bryndís Guðmundsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir hafa verið atkvæðamestar í liði Snæfells með sex stig. 

8. Staðan er 17:12 fyrir Snæfell. Valur tekur leikhlé. Það lítur allt út fyrir meiri spennu en var í leik liðanna fyrir jól. Leikurinn er bæði hraður og skemmtilegur. Það vekur athygli að Haiden Palmer hefur farið rólega af stað hjá Snæfelli, en hún er einungis með tvö stig. 

4. Staðan er 7:5 fyrir Val. Gestirnir úr Stykkishólmi byrjuðu leikinn af miklum krafti, en Valur svarað með góðu áhlaupi. Staðan er 13:1 Haukum í vil í Hveragerði. 

1. Leikurinn er hafinn í Valshöllinni. Snæfell vann uppkastið.

0. Þetta er fyrsti leikur liðanna eftir jólafrí sem gert var á deildinni. Snæfell er í öðru sæti deildarinnar með 18 stig fyrir leik liðanna í kvöld en Valur er í fimmta sæti með 10 stig. 

0. Úrvalslið fyrri hluta deildarinnar var kunngjört í hádeginu í gær. Snæfell átti þar tvo fulltrúa, þær Haiden Palmer og Bryndísi Guðmundsdóttur. 

0. Karisma Chapman er með bestu tölfræðina að meðaltali í leikjum Vals í vetur hvað varðar stigaskorun og fráköst, en Guðbjörg Sverrisdóttir hefur hins vegar verið duglegust við að skapa stig fyrir liðsfélaga sína með stoðsendingum. 

0. Haiden Palmer er hæst í öllum tölfræðiþáttunum þremur að meðaltali í leikjum Snæfells til þessa í vetur, það er stigaskori, fráköstum og stoðsendingum. 

0. Leik liðanna í deildinni sem fram í Stykkishólmi fyrir jól endaði með 44 stiga sigri Snæfells, en það er vonandi að við fáum meira spennandi leik hér í Valshöllinni í kvöld. Liðin mætast svo aftur í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins á sunnudaginn kemur. 

mbl.is