Naumur sigur Snæfells gegn Hetti

Tobin Carberry og félagar í Hetti töpuðu naumlega í Stykkishólmi …
Tobin Carberry og félagar í Hetti töpuðu naumlega í Stykkishólmi í kvöld. Ljósmynd/Atli Berg Kárason

Snæfell vann nauman sigur á Hetti í eina leik dagsins í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld en leikið var í Stykkishólmi þar sem lokatölur urðu 90:89. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Sherrod Nigel Wright var stigahæstur í liði Snæfells með 26 stig en hjá Hetti var Tobin Carberry yfirburðarmaðr með 40 stig.

Snæfell hefur eftir sigurinn 12 stig og hoppar liðið upp í 8. sæti með sigrinum en Höttur hefur 2 stig og er áfram í botnsætinu.

40. Snæfell vinnur nauman eins stigs sigur 90:89.

33. Hattarmenn minnka muninn í eitt stig, staðan 77:76.

30. Staðan er 74:67 eftir 3. leikhluta og von á æsispennu.

20. Heimamenn sneru þessu við og komu sér í fimm stiga forskot í hálfleik.

10. Staðan er 16:22 fyrir gestina eftir 1. leikhluta.

1. Leikurinn er hafinn í Stykkishólmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert