Skoruðu 73 í fyrri hálfleik

LaMarcus Aldridge skoraði 38 stig fyrir Spurs í nótt.
LaMarcus Aldridge skoraði 38 stig fyrir Spurs í nótt. AFP

Leikmenn San Antonio Spurs fóru á kostum í fyrri hálfleiknum í nótt þegar þeir tóku á móti Oklahoma City Thunder í fyrsta leik undanúrslita Vesturdeildar NBA í körfubolta. Staðan var 73:40 í hálfleik og sigurinn sama sem í höfn en lokatölur urðu 124:92 eftir að Oklahoma rétti loks sinn hlut aðeins í fjórða leikhluta.

LaMarcus Aldridge var fremstur í flokki með 38 stig og Tony Parker átti 12 stoðsendingar af þeim 38 sem skráðar voru á lið Spurs. Kawhi Leonard skoraði 25 stig en hann og Aldridge gerðu 45 af 73 stigum liðsins í  fyrri hálfleiknum.

Serge Ibaka skoraði 19 stig fyrir Oklahoma, Kevin Durant 16 og Russell Westbrook 14.

Golden State Warriors og Portland Trail Blazers hefja hitt einvígið í Vesturdeildinni í kvöld. Þá eru oddaleikir Miami Heat og Charlotte Hornets og Toronto Raptors og Indiana Pacers á dagskrá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert