Ólafur á leið til Þorlákshafnar

Ólafur Helgi Jónsson í leik með Njarðvík í vetur.
Ólafur Helgi Jónsson í leik með Njarðvík í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Helgi Jónsson körfuknattleiksmaður úr Njarðvík er á leið til Þórsara í Þorlákshöfn fyrir næsta tímabil en þetta staðfesti hann í samtali við Víkurfréttir í dag.

Ólafur segir þar að þetta sé engin skyndiákvörðun og að hann hafi ekki verið sáttur við sitt hlutskipti í Njarðvíkurliðinu.

Ólafur Helgi er 24 ára gamall framherji. Hann spilaði í vetur í rúmlega 23 mínútur í leik að meðaltali með Njarðvíkurliðinu, skoraði 7 stig, tók 3,5 fráköst og átti að meðaltali 1,2 stoðsendingar. Hann hefur leikið allan sinn feril með Njarðvík.

Hann er annar Njarðvíkingurinn sem fer til Þorlákshafnar fyrir næsta tímabil en Maciej Baginski hefur þegar samið við Þór. Þjálfari þar er Njarðvíkingurinn Einar Árni Jóhannsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert