Væri frábært að leika með íslenska landsliðinu

Bonneau með boltann í leik með Njarðvík.
Bonneau með boltann í leik með Njarðvík. mbl.is/Golli

Körfuknattleikskappinn Stefan Bonneau segir að það væri spennandi tilhugsun að leika með landsliði Íslands í körfuknattleik. Þetta kemur fram í viðtali við hann á karfan.is.

Bonneau hefur leikið tvö tímabil með Njarðvík í Dominos-deild karla í körfubolta. Hann kom þó lítið við sögu vegna meiðsla á nýafstöðnu tímabili en hann meiddist illa síðasta haust.

Aðspurður sagðist Bonneau reikna með að leika með Njarðvík á næsta tímabili og einnig hefði hann hugsað um að gerast íslenskur ríkisborgari. „Ég hef hugleitt það en þekki ekki ferlið. Ég þarf að ræða það betur við Gunnar (Örlygsson, formann körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur). Ég hef rætt það við menn í Njarðvík áður,“ sagði Bonneau.

„Það væri frábært að fá íslenskan ríkisborgararétt. Ef ekki, þá verður bara að hafa það,“ sagði Bonneau og svaraði því brosmildur að tilhugsunin um að leika fyrir íslenska landsliðið væri góð:

„Það væri frábært!“

Hægt er að sjá allt viðtalið við Bonneau hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert