Thompson setti 3-stiga met

Klay Thompson og Kevin Durant í leiknum í nótt.
Klay Thompson og Kevin Durant í leiknum í nótt. AFP

Klay Thompson setti met í fjölda 3-stiga karfa þegar lið hans Golden State Warriors sigraði Oklahoma City Thunder í nótt 108:101. 

Thompson setti niður ellefu 3-stiga skot og setti þar með met í úrslitakeppni NBA. Alls skoraði Thompson 41 stig en hann hitti úr 11 af 18 3-stiga skotum sínum í leiknum. 

Frammistaða Thompson skipti miklu máli því hann skoraði 19 stig í síðasta leikhlutanum þegar Golden State vann upp átta siga forskot Oklahoma. Thompson sagði að leiknum loknum að Stephen Curry hefði hvatt sig til að láta vaða í síðasta leikhlutanum. „Steph sagði við mig fyrir síðasta leikhlutann. Þinn tími er runninn upp. Farðu út á gólfið og settu á svið sýningu og hafðu gaman af því. Ég tók mark á þessu og reyndi að vera ágengur,“ sagði Thompson.

Alls hitti Golden Sate úr 21 af 44 3-stiga skotum sínum í leiknum sem gerir 48% hittni. 

Enginn leikmaður hefur hitt úr 10 3-stiga skotum í úrslitakeppni NBA eftir að þriggja stiga línan kom til sögunnar en nokkrir leikmenn deildu metinu eftir að hafa sett niður níu 3-stiga skot í leik í úrslitakeppninni: Jason Terry hjá Dallas, Ray Allen hjá Boston og Milwaukee, Vince Carter hjá Toronto og Rex Chapman hjá Phoenix. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert