Cleveland vann NBA-meistaratitilinn

LeBron James lyftir bikarnum á loft.
LeBron James lyftir bikarnum á loft. AFP

Cleveland Cavaliers tryggði sér í nótt NBA-meistaratitilinn í körfuknattleik með sigri gegn Golden State, 93:89, í oddaleik liðanna sem fram fór á heimaveli Golden State.

Cleveland fullkomnaði þar með frábæra endurkomu en eftir að hafa verið 3:1 undir í einvíginu tókst liðinu að vinna þrjá leiki í röð og vinna meistaratitilinn. Þetta er í fyrsta skipti sem lið verður meistari eftir að hafa lent 3:1 undir síðan árið 1964.

Leikurinn var æsipennandi. Staðan var jöfn, 89:89, þegar 53 sekúndur voru til leiksloka en þá skoraði Kyrie Irving þriggja stiga körfu sem tryggði Cleveland sigurinn.

Clevelend, þetta er fyrir ykkur,“ öskraði tárvotur LeBron James eftir leikinn en hann átti magnaðan leik. Hann náði þrennunni, skoraði 27 stig, tók 11 fráköst og átti 11 stoðsendingar og var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í þriðja skiptið á ferlinum.

„Þetta er sérstakt og okkur tókst þetta með frábærum leikjum og gegn öllum spám. En við vorum jákvæðir sem fleytti okkur langt en ég veit ekki af hverju við völdum þessa leið,“ sagði LeBron. Kyrie Irving skoraði 26 stig fyrir Cleveland og J.R Smith 12.

Draymond Green var stigahæstur hjá Golden State með 32 stig en liðið vann 73 leiki í deildarkeppninni á tímabilinu, meira en nokkurt annað. Stephen Curry skoraði 17 stig og Klay Thompson 14.

 
LeBron James var valinn besti leikmaðurinn í úrslitakeppninni.
LeBron James var valinn besti leikmaðurinn í úrslitakeppninni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert