Frakkar sýna Hauki Helga áhuga

Haukur Helgi Pálsson í leik með Njarðvík.
Haukur Helgi Pálsson í leik með Njarðvík. mbl.is/Árni Sæberg

Áhugi er á starfskröftum Hauks Helga Pálssonar, landsliðsmanns í körfubolta, hjá frönskum félagsliðum. Haukur er þegar búinn að hafna tilboði frá einu frönsku B-deildarliði í sumar. Í upphafi vikunnar fékk hann inn á borð til sín tilboð frá öðru frönsku félagi sem einnig er í B-deildinni eftir að hafa fallið úr efstu deildinni í vor.

Þegar Morgunblaðið hafði samband við Hauk í gær sagðist hann ekki hafa tekið neina ákvörðun og væri einfaldlega með sín mál í skoðun. Segist þó helst vilja ganga frá sínum málum áður en íslenska landsliðið fer af stað í þau verkefni sem framundan eru í ágúst en þá stendur undankeppni EM fyrir dyrum.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka