Ísland tapaði bronsleiknum

Sylvía með boltann í leik á mótinu.
Sylvía með boltann í leik á mótinu. Ljósmynd/Fiba.com

Stúlk­urn­ar í U18 ára landsliði Íslands í körfuknatt­leik töpuðu fyrir Bosníu, 82:67, í leiknum um bronsverðlaun­in í B-deild Evr­ópu­móts­ins í Sarajevo í Bosníu. Leikurinn var einnig hreinn úr­slita­leik­ur um sæti í A-deild­inni.

Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn betur og höfðu sex stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta. Heimastúlkur höfðu hins vegar mikla yfirburði í öðrum leikhluta og voru með tólf stiga forystu, 48:36, að loknum fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikur varð ekki spennandi og fór það svo að lokum að heimastúlkur lönduðu 15 stiga sigri. 

Thelma Dís Ágústs­dótt­ir var stigahæst í íslenska liðinu með 16 stig og Sylvía Rún Hálf­dan­ar­dótt­ir skoraði 12 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert