Níu stiga tap gegn Austurríki

Haukur Helgi Pálsson var með 14 stig í dag.
Haukur Helgi Pálsson var með 14 stig í dag. AFP

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði fyrir Austurríki 79:70 er liðin mættust í dag en leikið er á æfingamóti í Austurríki. Þetta var annað tap Íslands á mótinu.

Austurríska liðið hélt forystu út allan leikinn en eftir fyrsta leikhluta var staðan 21:12, heimamönnum í vil. Liðið var með ellefu stiga forskot í hálfleik, 39:28, en þegar þriðja leikhluta lauk var aðeins átta stiga munur, 53:61.

Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur með 14 stig en allir 12 leikmennirnir skoruðu í kvöld, Martin Hermannsson var með  11, Kristófer Acox 10, Logi Gunnarsson 7, Ægir Þór Steinarsson 6, Brynjar Þór Björnsson 6, Sigurður Þorsteinsson 5, Elvar Friðriksson 3, Hörður Axel Vilhjálmsson 3, Axel Kárason 2, Tryggvi Snær Hlinason 2 og Ragnar Nathanelsson 1.

Tryggvi Snær spilaði í kvöld sinn fyrsta landsleik og átti fína spretti og setti m.a. sín fyrstu stig.

Tölfræði leiksins:
Nafn, mín, tveggja, þriggja, víti, sóknarfráköst, varnarfráköst, stoðsendingar, tapaður bolti, stolinn bolti, varin skot, villur, fiskaðar villur, +/-, stig

Axel Kárason, 9:20, 0/0, 0/0, 2/2, 1, 0, 1, 0, 0, 0, 3, 1, -7, 2
Ragnar Nathanelsson, 5:48, 0/2, 0/0, 1/2, 0, 1, 0, 1, 1, 0, 5, 2, -2, 1
Haukur Helgi Pálsson, 20:06, 2/3, 3/5, 1/2, 1, 2, 1, 4, 0, 0, 1, 3, -4, 14
Sigurður Þorsteinsson, 15:52, 2/4, 0/0, 1/2, 2, 1, 2, 0, 0, 0, 1, 3, +1, 5
Ægir Þór Steinarsson, 18:06, 2/4 , 0/0, 2/2, 0, 0, 0, 1, 1, 0, 1, 1, -16, 6
Kristófer Acox, 22:01, 5/6, 0/0, 0/0, 3, 2, 1, 2, 1, 0, 4, 1, -9, 10
Elvar Már Friðriksson, 19:33, 1/1, 0/2, 1/2, 1, 1, 4, 4, 0, 0, 2, 2, +4, 3
Hörður Axel Vilhjálmsson, 16:53, 0/1, 1/2, 0/0, 1, 1, 1, 2, 1, 0, 2, 1, -5, 3
Logi Gunnarsson, 21:38, 1/2, 1/7, 2/2, 1, 1, 1, 0, 1, 0, 1, 2, -13, 7
Martin Hermannsson, 22:47, 0/2, 1/4, 8/10, 0, 4, 4, 3, 4, 0, 0, 8, -2, 11
Tryggvi Snær Hlinason, 11:53, 1/1, 0/0, 0/0, 0, 1, 0, 0, 0, 2, 1, 1, +0, 2
Brynjar Þór Björnsson, 16:03, 0/0, 2/7, 0/0, 0, 3, 0, 0, 1, 0, 1, 0, +8, 6
Samtals 14/26 53,8%, 8/27 29,6%, 18/24 75,0%, 11, 19, 15, 18, 10, 2, 22, 25

Stigahæstur Austurríkismanna var Rasid Mahalbasic með 23 stig, Enis Murati skoraði 11 og Florian Trmal 10.

Seinni leikur kvöldsins var leikur Pólverja og Slóvena sem Slóvenar sigruðu naumlega.

Ísland mætir Slóveníu klukkan 14 að íslenskum tíma á morgun og er hægt að horfa á leikinn á www.laola1.tv.

Tölfræðin er fengin af heimasíðu Körfuknattleikssambands Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert