A-landsliðin leika til góðs í Keflavík

Hér gefur að líta dagskrá kvöldsins.
Hér gefur að líta dagskrá kvöldsins.

Bæði A-landsliðin í körfuknattleik munu spila gegn svokölluðum Pressuliðum á góðgerðarviðburði í íþróttahúsinu í Keflavík á föstudagskvöldið. 

Dagskrá kvöldsins er sett saman til styrktar Pétri Péturssyni Osteopata sem unnið hefur með mörgu íþróttafólki, til dæmis úr körfuboltanum. Hann hefur undanfarið barist við krabbamein og vilja vinir og vandamenn létta undir með honum í baráttunni. Mun aðgangseyrir renna óskiptur til Péturs og fjölskyldu hans en allir sem að kvöldinu koma gefa vinnu sína. 

Viðburðurinn hlaut nafnið Stay´n Alive en einn þeirra sem standi að baki viðburðinum tjáði mbl.is að Pétur hefði sjálfur átt hugmyndina að nafninu. Þykir hún lýsa ágætlega kímnigáfu Péturs. 

Fleira verður á boðstólum en leikir A-landsliðanna og má þar nefna að sjálfur Páll Óskar Hjálmtýsson lítur við og tekur lagið. Þá munu gamlar kempur úr körfuboltanum mæta nokkrum núverandi landsliðsmönnum í 3-stiga keppni. 

Dagskráin hefst klukkan 18:30.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert