Hörður Axel á leið til Belgíu

Hörður Axel Vilhjálmsson.
Hörður Axel Vilhjálmsson. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, mun ekki leika meira með Keflavík í Dominos-deildinni á næstunni þar sem hann hefur samið við lið í Belgíu. Vísir greinir frá.

Hörður Axel var með samning við Rethymno Cretan Kings í grísku úrvalsdeildinni, en fékk sig lausan frá félaginu eftir að þjálfari liðsins hætti óvænt í sumar. Það var sami þjálfari og stýrði Herði hjá Trikala í grísku deildinni síðasta vetur.

Hann er nú á leið til belgíska úrvalsdeildarliðsins Hubo Limburg United og skrifar undir stuttan samning til þess að byrja með. Það er því ekki útilokað að hann snúi aftur heim síðar í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert