Meistararnir komnir með nýjan Kana

Aaryn Ellenberg.
Aaryn Ellenberg.

Körfuknattleiksdeild Snæfells hefur samið við bakvörðinn Aaryn Ellenberg um að leika með Íslandsmeisturunum í Dominos-deild kvenna.  

Aaryn, sem er um 170 cm á hæð, lék með Oklahoma háskólanum þar sem hún skoraði um 19 stig í leik, en síðustu tvö ár hefur hún leikið í Póllandi og síðast í Austurríki þar sem hún var valin leikmaður ársins á Eurobasket með um 20 stig að meðaltali í leik.

Aaryn mun koma til landsins á sunnudag og verður því klár í slaginn gegn Keflavík miðvikudaginn 2. nóvember. Hún mun leysa stöðu Taylor Brown, sem yfirgaf félagið á dögunum vegna persónulegra ástæðna.

Sjá frétt mbl.is: Brown farin frá Íslandsmeisturunum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert