Stjarnan hafði betur í toppslagnum

Stjarnan bar sigur úr býtum, 75:64, þegar liðið mætti Grindavík í toppslag í níundu umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í Ásgarði í kvöld. Stjarnan hefur 14 stig eftir þennan sigur og er á toppi deildarinnar ásamt Tindastóli. Grindavík er hins vegar með 12 stig í þriðja til fjórða sæti deildarinnar.  

40. Leik lokið með 75:64 sigri Stjörnunnar.  

37. Stjarnan - Grindavík, 67:57. Mikil barátta í leiknum þessa stundina og mikill hiti í leikmönnum, á báðum bekkjum og stuðningsmönnum er einnig orðið heitt í hamsi. Stjarnan virðist vera að sigla tveimur stigum í land, en Grindvíkingar hafa hins vegar sýnt það í þessum leik að tíu stiga munur er engin forysta í körfubolta. 

32. Stjarnan - Grindavík, 56:49. Ágúst Angantýsson, leikmaður Stjörnunnar, fær brottrekstrarvillu fyrir að gefa Þorsteini Finnbogasyni, leikmanni Grindavíkur, olnbogaskot, en þetta er fimmta villa hans og hann hefði hvort sem er ekki spilað meira í þessum leik.   

30. Þriðja leikhluta er lokið. Stjarnan - Grindavík, 56:49. Stjarnan byrjaði leikhlutann betur, en gestirnir frá Grindavík neita að játa sig sigraða og komu sér aftur inn í leikinn með góðum kafla undir lok leikhlutans. Hlynur Bæringsson er stigahæstur hjá Stjörnunni með 133 stig, en Ólafur Ólafsson er stigahæstur hjá Grindavík með tíu stig.       

26. Stjarnan - Grindavík, 53:45. Stjarnan byrjar seinni hálfleikinn betur, en Grindvíkingar koma nokkuð vankaðir úr klefanum inn í seinni hálfleikinn. Ingvi Þór og Ólafur kveikja hins vegar í gestunum með þriggja stiga körfu annars vegar og körfu og stigi úr vítaskoti hins vegar.    

20. Hálfleikur. Stjarnan - Grindavík, 40:34. Það var meira sjálfstraust í sóknaraðgerðum Grindavíkur í öðrum leikhluta og varnarleikur liðsins var mun betri en í fyrsta leikhluta. Stigin hafa dreifst mikið milli leikmanna Grindavíkur, en Þorleifur eru stigahæstur hjá gestunum með átta stig. Justin Shouse er stigahæstur í liði Stjörnunnar með 11 stig. Ágúst Angantýsson, leikmaður Stjörnunnar, er með fjórar villur. Þorsteinn Finnbogason, leikmaður Grindavíkur, er með þrjár villur.     

15. Stjarnan - Grindavík, 34:23. Leikurinn er í mun meira jafnvægi í öðrum leikhluta, en Grindavík þarf að herða tökin í varnarleiknum og bæta skotnýtinguna til þess að koma sér að fullum krafti inn í leikinn.  

14. Stjarnan - Grindavík, 31:20. Ágúst Angantýsson fær dæmt á sig ásetningsbrot og tæknivillu. Grindavík nær einungis að setja eitt af þeim þremur vítaskotum sem liðið fékk ofan í. Ingi Þór minnkar muninn í 11 stig með þriggja stiga körfu.  

12. Stjarnan - Grindavík, 30:14. Grindvíkingar byrja annan leikhluta af meiri krafti og skora fyrstu fjögur stig leikhlutans. Marvin Valdimarsson svarar hins vegar fyrir Stjörnuna með þriggja stiga körfu.  

10. Fyrsta leikhluta er lokið. Stjarnan - Grindavík, 27:10. Justin Shouse er stigahæstur hjá Stjörnunni með níu stig á meðan Dagur Kár Jónsson hefur verið atkvæðamestur hjá gestunum frá Grindavík með fimm stig. Grindvíkingar hafa fundið fá svör við þéttri vörn Stjörnunnar og leikmenn Stjörnunnar komast að sama skapi afar auðveldlega að körfu gestanna. 

7. Stjarnan - Grindavík, 17:4. Ómar Örn minnkar muninn fyrir Grindavík, en Justin Shouse skorar níu stig í röð og eykur muninn í 11 stig fyrir Stjörnuna. Tómas Heiðar kemur Stjörnunni fimmtán stigum yfir og Jóhann Þor hefur séð nóg og Grindavík tekur leikhlé. 

4. Stjarnan - Grindavík, 8:2. Devon er stigahæstur hjá Stjörnunni með fjögur stig. Dagur Kár hefur skorað einsu stig gestanna, á sínum gamla heimavelli. 

1. Leikurinn er hafinn í Ásgarði. Byrjunarlið Stjörnunnar: Devon, Tómas Heiðar, Hlynur, Justin, Arnþór Freyr. Byrjunarlið Grindavíkur: Dagur Kár, Lewis, Ómar Örn, Þorsteinn, Ólafur.

Lið Stjörnunnar: Marvin Valdimarsson, Devon Andre Austin, Magnús Bjarki Guðmundsson, Ágúst Angantýsson, Hlynur Bæringsson, Óskar Þór Þorsteinsson, Eysteinn Bjarni Ævarsson, Justin Shouse, Tómas Heiðar Tómasson, Arnþór Freyr Guðmundsson, Brynjar Magnús Friðriksson, Grímkell Orri Sigurþórsson. 

Lið Grindavíkur: Hamid Dicko, Dagur Kár Jónsson, Lewis Clinch Jr., Ómar Örn Sævarsson, Þorbergur Ólafsson, Ingvi Þór Guðmundsson, Þorsteinn Finnbogason, Jens Valgeir Óskarsson, Sverrir Týr Sigurðsson, Þorleifur Ólafsson, Ólafur Ólafsson, Nökkvi Már Nökkvason.   

0. KR, Tindastóll, Stjarnan og Grindavík eru jöfn á toppi deildarinnar með 12 stig fyrir umferðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert