Þetta var átta stiga leikurÞetta var átta stiga leikur

Sigtryggur Arnar Björnsson
Sigtryggur Arnar Björnsson mbl.is/Golli

Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 17 stig og gaf níu stoðsendingar fyrir Skallagrím gegn Þór frá Akureyri í Dominos-deild karla í körfubolta í Borgarnesi í kvöld. Það dugði hins vegar skammt þar sem Þór vann leikinn, 100:89.

„Þetta er ömurlegt, við getum gert miklu betur," sagði Sigtryggur beint eftir leik. 

Leikurinn var spennandi allt fram að seinni hluta fjórða leikhluta, þegar Þór tók öll völd á leiknum. 

„Við vorum ekki inni í þessum leik í lokin. Þeir voru búnir að klára leikinn fyrir síðustu þrjár mínúturnar. Í blálokin reyndum við að minnka muninn niður fyrir níu stig, til að vera yfir innbyrðis á móti þeim. Það hefði verið gott en við náðum því ekki."

Aðspurður um hvað réði úrslitum í lokin, nefnir Sigtyggur þriggja stiga körfur Þórsara og þá sérstaklega hjá Darrel Lewis sem átti glæsilegan leik. 

 „Þeir byrjuðu að hitta úr þristum og Darrel Lewis hitti úr öllu."

Skallagrímur er aðeins tveim stigum frá Haukum sem eru í fallsæti.

„Þetta var átta stiga leikur, þeir eru fjórum stigum á undan okkur og það er alltof mikið og við erum að færast nær botninum," sagði Sigtryggur að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert