Keflavík og Snæfell aftur á sigurbraut

Berglind Gunnarsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir eru aftur komnar á sigurbraut …
Berglind Gunnarsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir eru aftur komnar á sigurbraut hjá Snæfelli. mbl.is/Golli

Keflavík og Snæfell eru aftur komin á sigurbraut í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik eftir að hafa bæði tapað í síðustu umferð. Í dag var hins vegar lítil fyrirstaða fyrir liðin í baráttunni við toppinn.

Keflavík átti ekki í vandræðum með granna sína frá Grindavík þegar liðin mættust suður með sjó. Keflavík var yfir í hálfleik 42:27 og litu aldrei til baka. Þegar upp var staðið vann Keflavík stórsigur, 76:50.

Ariana Moorer var stigahæst hjá Keflavík með 18 stig en hjá Grindavík skoraði María Ben Erlingsdóttir 15 stig.

Snæfell er tveimur stigum á eftir Keflavík eftir öruggan útisigur á Njarðvík, 93:64, eftir að meistararnir höfðu verið yfir í hálfleik 53:26.

Aaryn Ellenberg-Wiley fór fyrir Snæfelli í leiknum og skoraði 21 stig en Carmen Tyson-Thomas fór á kostum sem fyrr hjá Njarðvík og skoraði 33 stig auk þess sem hún tók 11 fráköst.

Skallagrímur getur jafnað Keflavík að stigum á ný með sigri á Stjörnunni síðar í dag.

<b>Njarðvík - Snæfell 64:93</b>

Njarðvík, Úrvalsdeild kvenna, 21. janúar 2017.

Gangur leiksins:: 2:2, 4:9, 12:11,

<b>17:19</b>

, 19:29, 22:39, 24:46,

<b>26:53</b>

, 28:59, 36:67, 42:72,

<b>48:77</b>

, 50:83, 61:83, 63:91,

<b>64:93</b>

.

<b>Njarðvík</b>

: Carmen Tyson-Thomas 33/11 fráköst, Björk Gunnarsdótir 9, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 8, María Jónsdóttir 6/5 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 3, Heiða Björg Valdimarsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 2/6 stoðsendingar, Ína María Einarsdóttir 1.

<b>Fráköst</b>

: 19 í vörn, 8 í sókn.

<b>Snæfell</b>

: Aaryn Ellenberg-Wiley 21/8 fráköst/10 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 16/6 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 11, Bryndís Guðmundsdóttir 9, Sara Diljá Sigurðardóttir 9/6 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 6/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 6, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5, María Björnsdóttir 4, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Björg Guðrún Einarsdóttir 3.

<b>Fráköst</b>

: 27 í vörn, 8 í sókn.

<div><b>Keflavík - Grindavík 76:50</b></div><div> </div><div>TM höllin, Úrvalsdeild kvenna, 21. janúar 2017.</div><div>Gangur leiksins:: 4:0, 4:2, 8:6, <b>14:12</b>, 21:19, 28:23, 35:23, <b>42:27</b>, 46:29, 51:29, 62:33, <b>64:36</b>, 69:38, 70:42, 74:46, <b>76:50</b>.</div><div><b>Keflavík</b>: Ariana Moorer 18/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13/4 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 9, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/4 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 8, Erna Hákonardóttir 3, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/8 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 1.</div><div><b>Fráköst</b>: 25 í vörn, 13 í sókn.</div><div><b>Grindavík</b>: María Ben Erlingsdóttir 15/8 fráköst, Lovísa Falsdóttir 10/7 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 7/4 fráköst, Íris Sverrisdóttir 6, Ólöf Rún Óladóttir 6, Ingunn Embla Kristínardóttir 4/9 fráköst, Elísabet María Magnúsdóttir 2.</div><div><b>Fráköst</b>: 24 í vörn, 8 í sókn.</div><div><b>Áhorfendur</b>: 100</div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert