Versta tap í sögu Lakers kom á sögufrægum degi

Deron Williams í liði Dallas Mavericks er hér gegn Timofey …
Deron Williams í liði Dallas Mavericks er hér gegn Timofey Mozgov hjá Lakers í nótt. AFP

Gamla stórveldið Los Angeles Lakers hefur aldrei í sögu sinni tapað jafnstórt og liðið gerði í nótt fyrir Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfuknattleik. 49 stig skildu liðin að í 122:73-sigri Dallas.

Tapið kom einmitt 11 árum upp á dag síðan Kobe Bryant skoraði 81 stig gegn Toronto Raptors, sem eru næstflestu stigin sem leikmaður hefur skorað í einum og sama leiknum í sögu NBA-deildarinnar.

Fyrra met Lakers hvað stærsta ósigurinn varðar var þó ekki gamalt, en liðið tapaði með 48 stigum fyrir Utah Jazz í mars síðastliðnum, 123:75.

Af öðrum úrslitum má nefna að Golden State Warriors lagði Orlando Magic, 118:98, þar sem Stephen Curry var stigahæstur með 27 stig, en öll úrslitin má sjá hér að neðan.

Orlando Magic – Golden State Warriors 98:118
Dallas Mavericks – Los Angeles Lakers 112:73
Toronto Raptors – Phoenix Suns 103:115
Minnesota Timberwolves – Denver Nuggets 111:108

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert