Lakers vann aftur

Julius Randle skoraði 15 stig í nótt.
Julius Randle skoraði 15 stig í nótt. AFP

Los Angeles Lakers hafði betur gegn Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Liðið gerði sér lítið fyrir og skoraði 47 stig í fyrsta leikhlutanum. 

Lakers hafði yfirhöndina, 47:30, að honum loknum. Svo fór að Lakers vann, 122:114, og var það annar sigur liðsins í síðustu þrem leikjum, eftir skelfilegt gengi þar á undan. Sjö leikmenn Lakers skoruðu tíu stig eða meira. 

Klay Thompson skoraði 36 stig í 122:107 sigri Golden State á Memphis Grizzlies. Golden State er í efsta sæti austurdeildarinnar en San Antonio fylgir þeim fast á eftir. Kawhi Leonard skoraði 32 stig í 103:92 sigri þeirra á Detroit Pistons. 

Alls voru 254 stig skoruð í leik New York Knicks og Denver Nuggets. Denver vann 131:123 og átti Nikola Jokic stórleik og skoraði 40 stig. 

Úrslitin í nótt:

Detroit - San Antonio 92:103
New York - Denver  123:131
Brooklyn - Miami 99:108
Minnesota - New Orleans 106:122
Milwaukee - Los Angeles Lakers 114:122
Washington - Indiana 112:107
Memphis - Golden State 107:122
Sacramento - Atlanta 108:107
Phoenix - Chicaco 115:97

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert