Fullkomin þreföld tvenna hjá Westbrook

Russell Westbrook.
Russell Westbrook. AFP

Russell Westbrook, stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar í körfuknattleik, náði sinni 35. þreföldu tvennu á leiktíðinni í nótt þegar Oklahoma City Thunder vann sigur á Philadelphia, 122:97.

Westbrook skoraði 18 stig, tók 11 fráköst og gaf 14 stoðsendingar en kappinn hitti úr öllum skotum sínum í leiknum og það hefur engum leikmanni tekist að gera sem nær þrefaldri tvennu.

Westbrook þarf sex þrefaldar tvennur í síðustu 11 leikjunum í deildarkeppninni til að jafna met goðsagnarinnar Oscars Robertsson sem náði 41 þrefaldri tvennu tímabilið 1961-62. Enes Kanter var stigahæstur hjá Oklahoma með 24 stig en Nik Skauskas var með 20 fyrir Philadelphia.

Meistararnir í Cleveland Cavaliers töpuðu fyrir Denver, 126:113, þar sem Gary Harris skoraði 21 stig fyrrir Denver en Kyrie Irwing var með 33 stig fyrir Clevland. Deron Williams 18 og LeBron James 18.

Úrslitin í nótt:

Chicago - Detroit 117:95
Oklahoma - Philadelphia 122:97
Utah - New York Knicks 108:101
Washington - Atlanta 104:100
Denver - Cleveland 126:113
Sacramento - Milwaukee 98:116
Orlando - Charlotte 102:109
Boston - Indiana 109:100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert