SA Spurs fór illa með Houston

Leikmenn San Antonio Spurs fagna sigrinum.
Leikmenn San Antonio Spurs fagna sigrinum. AFP

San Antonio Spurs fór illa með Houston Rockets þegar liðin áttust við í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

SA Spurs vann stórsigur, 114:75, og gerði þar með út um einvígið en liðið vann það, 4:2. LaMarcus Aldridge skoraði 34 stig fyrir SA Spurs, sem mætir Golden State í úrslitum Vesturdeildarinnar.

Jonathon Simmons var með 18 stig fyrir SA Spurs. Trevor Ariza var stigahæstur í liði Houston með 20 stig en James Harden skoraði aðeins 10 stig en hann var í afar strangri gæslu í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert