Góður sigur hjá Ægi og félögum

Ægir Þór Steinarsson í landsleik.
Ægir Þór Steinarsson í landsleik. mbl.is/Árni Sæberg

Ægir Þór Steinarsson og samherjar hans í spænska liðinu San Pablo Burgos unnu í kvöld flottan útsigur gegn Breogan, 93:80, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitunum um sæti í spænsku A-deildinni í körfuknattleik.

Ægir stóð fyrir sínu gegn liðinu sem hafnaði í 2. sæti í B-deildinni en Ægir og félagar hans enduðu í þriðja sæti. Ægir skoraði 8 stig, tók 2 fráköst og gaf eina stoðsendingu en hann lék í 22 mínútur.

mbl.is