Meistararnir völtuðu yfir Boston

JR Smith og LeBron höfðu ástæðu til að fagna í …
JR Smith og LeBron höfðu ástæðu til að fagna í gær. AFP

NBA-meistarar síðasta árs, Cleveland Cavaliers, áttu ekki í nokkrum vandræðum með að vinna Boston á útivelli í öðrum leik liðanna í úrslitum austurdeildarinnar. Lokatölur voru 130:86 og er Cleveland komið í 2:0 í einvíginu.

Staðan í hálfleik var 72:31 og var ljóst frá fyrstu mínútu í hvað stefndi. Lebron James skoraði 30 stig fyrir Cleveland, Kyrie Irving var með 23 stig og Kevin Love 21 stig. Jaylen Brown var stigahæstur hjá Boston með 19 stig. 

Liðin mætast í þriðja leiknum á laugardag, þá á heimavelli Cleveland. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert