ÍR-ingar ekki í vandræðum á Akureyri

Sveinbjörn Claessen sækir að körfu Þórsara.
Sveinbjörn Claessen sækir að körfu Þórsara. mbl.is/Golli

ÍR-ingar sigruðu Þór á Akureyri í kvöld, 89:71, þegar liðin áttust við í 8. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik fyrir norðan. Leikurinn var ójafn og gefa tölurnar ekki alveg rétta mynd af leiknum. Myndarlegt áhlaup heimamanna undir lok leiksins gerði það að verkum að munurinn varð ekki meiri en raun bar vitni.

Gestirnir úr Breiðholti leiddu mest með 33 stigum og gátu leyft sér að hvíla lykilmenn í lokaleikhlutanum. Það verður þó ekki tekið frá heimamönnum og ungu strákunum á bekknum hjá Þór að þeir stóðu sig vel, enda skoraði bekkurinn hjá Þór samtals 42 stig af 71.

Stigahæstur hjá ÍR var Ryan Taylor með 19 stig og sjö fráköst. Fyrrverandi Þórsarinn Danero Thomas skoraði síðan 18 stig fyrir ÍR. Hjá heimamönnum skoruðu þeir Júlíus Orri Ágústsson og Oliver Marques 13 stig hvor.

Þórsarar eru með fjögur stig eftir átta leiki en ÍR hefur 12 stig og er í harðri toppbaráttu.

Þór Ak. - ÍR 71:89

Höllin Ak, Úrvalsdeild karla, 19. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 2:3, 5:13, 10:21,

 15:23

, 22:23, 22:32, 26:37,

 28:46

, 35:56, 38:60, 39:71,

 46:75

, 52:83, 59:83, 69:85,

 71:89

.

Þór Ak.

: Marques Oliver 13/16 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 13/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Ágústsson 12, Einar Ómar Eyjólfsson 9, Pálmi Geir Jónsson 9/6 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 6, Svavar Sigurður Sigurðarson 4, Baldur Örn Jóhannesson 2, Bjarni Rúnar Lárusson 2, Sindri Davíðsson 1.

Fráköst

: 25 í vörn, 15 í sókn.

ÍR

: Ryan Taylor 19/7 fráköst, Danero Thomas 18, Sæþór Elmar Kristjánsson 15/5 fráköst, Kristinn Marinósson 13/6 fráköst, Sveinbjörn Claessen 7, Matthías Orri Sigurðarson 7/6 fráköst/8 stoðsendingar, Hákon Örn Hjálmarsson 4, Trausti Eiríksson 4/8 fráköst/3 varin skot, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 2.

Fráköst

: 31 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar

: Ísak Ernir Kristinsson, Gunnlaugur Briem, Aron Runarsson.

Þór Ak. 71:89 ÍR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is