Keflavík felldi Breiðablik

Sölvi Ólason og félagar í Breiðabliki eru fallnir niður í …
Sölvi Ólason og félagar í Breiðabliki eru fallnir niður í 1. deild. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breiðablik er fallið úr úrvalsdeild karla í körfubolta eftir tap fyrir Keflavík á heimavelli, 108;89, í 20. umferðinni í kvöld. Breiðablik er aðeins með fjögur stig og getur ekki lengur náð Haukum í tíunda sæti.

Keflavík er í töluvert betri málum í öðru sæti með 28 stig, eftir gott gengi undanfarið.

Keflvíkingar tóku völdin strax í byrjun í kvöld og var staðan eftir fyrsta leikhlutann 32:25 og 56:38 í hálfleik. Var Breiðablik ekki líklegt til að jafna í seinni hálfleik.

Remy Martin skoraði 25 stig fyrir Keflavík og Jaka Brodnik 18. Keith Jordan skoraði 23 fyrir Breiðablik og Árni Elmar Hrafnsson 16.

Njarðvík er einnig með 28 stig eftir 103:72-heimasigur á Hamri en Hamar er einnig fallinn.

Njarðvíkingar unnu fyrsta leikhlutan 33:17 og reyndust þrír síðustu leikhlutarnir formsatriði fyrir Suðurnesjaliðið.

Chaz Williams skoraði 24 stig fyrir Njarðvík og Dwayne Lautier-Ogunleye 21. Franck Kamgain og Björn Ásgeir Ásgeirsson gerðu 20 stig hvor fyrir Hamar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert