Ekkert fær stórliðið stöðvað

Jayson Tatum er aðalkallinn í Boston-borg.
Jayson Tatum er aðalkallinn í Boston-borg. AFP/Quinn Harris

Boston Celtics vann sinn níunda leik í röð í nótt með ellefu stiga útisigri á Chicago Bulls, 124:113, í Chicago í nótt. 

Boston-liðið er með langbesta árangur deildarinnar með 57 sigra og 14 töp. 

Jayson Tatum var enn einu sinni atvkæðamestur í liði Boston með 26 stig, tvær stoðsendingar og sex fráköst. DeMar DeRozan skoraði þá 28 stig. 

Önnur úrslit:

New York Knics - Brooklyn Nets 105:93
Orlando Magic - Sacramento Kings 107:109 
Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 132:91
San Antonio Spurs - Phoenix Suns 106:131
Houston Rockets - Utah Jazz 147:119
Washington Wizards - Toronto Raptors 112:109
Portland Trail Blazers - Denver Nuggets 111:114

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert