Snúa KR-ingar aftur í deild þeirra bestu?

Með sigri í Laugardalnum í kvöld snúa KR-ingar aftur í …
Með sigri í Laugardalnum í kvöld snúa KR-ingar aftur í deild þeirra bestu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Með sigri á Ármanni í Laugardalnum í kvöld snýr KR aftur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir árs fjarveru. 

KR, sem er sigursælasta lið í sögu íslensks körfubolta, féll úr deild þeirra bestu á síðasta tímabili eftir afleitt tímabil. 

Uppgangur liðsins á þessu tímabili hefur hins vegar verið mikill og getur liðið tryggt sér sæti í efstu deild með sigri á Ármanni í lokaumferðinni í kvöld. 

KR er með 38 stig í efsta sæti deildarinnar en ÍR er í öðru sæti með 36 stig. Ef KR tapar fyrir Ármanni, sem er í tíunda sæti með 12 stig, fer ÍR upp fyrir Vesturbæjarliðið með heimasigri á botnliði Hrunamanna. 

Liðin frá 2.-9. sæti fara svo í sér umspil um hvaða lið fylgir toppliðinu upp í deild þeirra bestu. 

Nokkuð er því und­ir hjá Ármenn­ing­um en liðið þarf sig­ur til að eiga mögu­leika á að kom­ast í um­spilið. Næg­ir það þó ekki en einnig þarf ÍA að vinna Sel­foss, sem er í ní­unda sæti, til að Ármenn­ing­ar fari upp.

Leikirnir hefjast klukkan 19.15 í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert